Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Siggi er ljósmyndari að atvinnu ásamt því að hafa verið björgunarsveitamaður síðan 1990 og starfsmaður eða verktaki hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg með einum eða öðrum hætti frá 1997. Undanfarin 12 ár hefur hann gegnt hlutverki "hirðljósmyndara" Slysavarnafélagsins Landsbjargar, gefið út bók með ljósmyndum úr starfi björgunarsveita og ljósmyndað lungann af þeim myndum sem notaðar hafa verið til kynningar á starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skráningar á sögu þess síðustu árin auk þess að ljósmynda fyrir ýmsa aðra aðila neyðargeirans, fyrirtæki og stofnanir.
26. janúar 2020 hófust ákafar jarðhræringar í nágrenni Grindavíkur. Eldgosakerfin á Reykjanesskaganum virðast hafa vaknað úr værum blundi. Siggi hefur ljósmyndað atburðarásina frá upphafi og mun í fyrirlestri sínum veita innsýn í verkefni viðbragðsaðila og verktaka sem hafa unnið sleitulaust að verndun Grindavíkur og annarra mikilvægra innviða.