Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Í fyrirlestrinum er farið yfir eldgosin á Reykjanesi frá sjónarhóli starfsmannsins á jörðinni. Í febrúar 2021 settu Almannvarnir saman hóp um varnir mikilvægra innviða. Skömmu síðar hófust eldsumbrot í Fagradalsfjalli þar sem reistir voru nokkrir tilrauna varnargarðar auk þess sem þurfti að bregðast við miklum ágangi ferðamanna og síðar gróðureldum. Frá því að jarðhræringar hófust við Svartsengi og Grindavík hefur stór hópur verktaka verið að störfum á svæðinu við vernd og ekki síður endurbyggingu innviða í víðum skilningi. Frá 10. nóvember 2023 hafa verið reistir rúmlega 12 km af varnargörðum til varnar hraunrennsli frá sex eldgosum, hraun umlykur nú Grindavík á allar hliðar og hraun hefur runnið í þrígang í átt að Svartsengi með margvíslegum afleiðingum.
Jón Haukur jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu hefur frá fyrsta eldgosinu í Fagradalsfjalli vorið 2021 verið lykilaðili í hönnun og stýringu verklegra framkvæmda til að tryggja viðbragðsaðilum aðgengi að eldstöðvunum. J