Stýring ferðamanna og verndum bæjar


Stýring ferðamanna og verndum bæjar

Um fyrirlestur
11/10/2024 17:00 - 17:45
Kaldalón

Mikil ásókn ferðafólks að eldgosunum í Fagradalsfjalli var krefjandi fyrir viðbragðsaðila en markviss stýring aðgengis og hönnun öruggra aðkomuleiða var lykilatriði í því að tryggja öryggi ferðafólks. Verkefni Jóns Hauks breyttust umtalsvert þegar eldvirknin færðist nær Grindavík og hefur Jón Haukur verið leiðandi í verklegum framkvæmdum á svæðinu síðustu mánuði. Jón Haukur mun fjalla um atburðina við Grindavík út frá öryggi og aðgengi.