Samfélagslegar áskoranir tengdar eldvirkni á Íslandi: Eðli yfirstandandi eldgosa- og jarðbrotatímabils á Reykjanesskaga og horfur til framtíðar


Samfélagslegar áskoranir tengdar eldvirkni á Íslandi: Eðli yfirstandandi eldgosa- og jarðbrotatímabils á Reykjanesskaga og horfur til framtíðar

Um fyrirlestur
12/10/2024 11:00 - 11:45
Silfurberg B

Eldfjöll hafa í dag sem áður fyrr mikil áhrif á búsetuskilyrði á Íslandi og eldvirknin sem hófst árið 2021 á Reykjanesskaga á suðvesturhluta Íslands felur í sér miklar samfélagslegar áskoranir. Endurtekin eldgos og kvikuhlaup hafa átt sér stað inni í skorpunni, leyst úr læðingi krafta sem hafa safnast upp vegna plötuhreyfinga á Íslandi og valdið jarðbrotum sem hafa haft skelfileg áhrif í Grindavík. Jarðsagan gefur til kynna að meiri virkni eigi eftir að koma fram á þessum hluta Íslands, þar sem eldvirknisaga síðustu 3000 ára einkennist af nokkur hundruð ára virknitímabilum, með 800-1000 ára tímabilum þar sem engin gosvirkni verður. Kynnt verður yfirlit yfir nýleg eldgos og upptök þeirra, sem og almennar horfur um eldvirkni á Íslandi.