Stjórnun áhættu í verkefnum viðbragðsaðila


Stjórnun áhættu í verkefnum viðbragðsaðila

Um fyrirlestur
13/10/2024 10:30 - 11:15
Silfurberg B

Björgunar- og viðbragðsaðilar þurfa að fást við margvíslegar áhættur í starfi sínu. Nýjar og óvissar aðstæður auka áhættuna og er mikilvægt að stýra henni til að tryggja ásættanlegar aðstæður.
Hversu mikla áhættu er eðlilegt að taka við óþekktar aðstæður?
Hvernig er áhætta meðhöndluð við nýjar aðstæður á borð við eldgos?
Hvernig breytist áhættan með tímanum og hvaða áhrif hefur það?

Böðvar fjallar um stjórnun áhættu í verkefnum viðbragðsaðila og hvernig skipuleg virk stýring hennar í aðgerðum getur stuðlað að meiri öryggisvitund bæði meðal stjórnenda og björgunaraðila á vettvangi.