Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Í nóvember 2023 var Ágúst sendur til Grindavíkur af SST til að vera samhæfandi sérsveitar á vettvangi. Það hlutverk þróaðist út í umsjón með neyðarviðbragði sem síðar varð að öryggisstjóra á svæðinu. Það sem Ágúst vissi ekki á þeim tímapunkti var að hann átti eftir að starfa sem öryggisstjóri í VST, AST og SST fram í febrúar. Þannig kom hann að mörgum verkþáttum sem áttu eftir að móta gang aðgerða í Grindavík. Ágúst mun fjalla um þátt sérsveitar í aðgerðum í Grindavík, þám. hlutverk öryggisstjóra.
Ágúst er varðstjóri í sérsveit ríkislögreglustjóra. Á tæpum 20 árum hefur hann starfað í ávana- og fíkniefnadeild, miðlægri rannsóknardeild, unnið við upplýsingaöflun og greiningar ásamt því að taka þátt í og stýra aðgerðum af margvíslegum toga.