Viðunandi ákvarðanir geta haft hræðilegar afleiðingar


Viðunandi ákvarðanir geta haft hræðilegar afleiðingar

Um fyrirlestur
12/10/2024 14:00 - 14:45
Kaldalón

Hópur fimm vina lendir í snjóflóði í Lyngen í Noregi í mars 2022. Einn úr hópnum deyr, þrír eru með misalvarlega fjöláverka og einn er að mestu óskaddaður. Allir í hópnum eru reyndir í fjallamennsku, einn þeirra er meira að segja snjóflóðafræðingur og annar skíðaleiðsögumaður í Austurríki. Allir í hópnum hafa oft þurft að taka ákvarðanir út frá ófullnægjandi upplýsingum um hlutfall áhættu á móti umbun í fjöllunum.  Þau héldu augljóslega að þau væru að taka viðunandi ákvarðanir á þessum tíma. Hvernig gátu þau haft svo hræðilega rangt fyrir sér? Í þessum fyrirlestri verður farið í gegnum hugsanaferlið sem átti sér stað, ákvarðanirnar sem voru teknar og þær síðan endurmetnar til að finna það sem betur hefði mátt fara.