Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Hvað er verið að segja? Hvernig segjum við það? Hver segir það? Fyrir hvern er þetta? Erum við að svara spurningunum eða búa til nýjar?
Með fyrirlestrinum langar mig að beina ljósi að því hvernig við getum hjálpað gestum okkar að greiða í gegnum allar tiltækar upplýsingar á netinu þegar náttúruhamfarir eiga sér stað. Ég vil einnig vekja athygli á mikilvægi teymisvinnu þar sem helstu hagsmunaaðilar koma við sögu: Safetravel / leitar- og björgunarsveitir, Visit Iceland, markaðsstofa áfangastaðar (Visit Reykjanes) og sveitarfélög.
Þuríður er sérfræðingur í ferða- og markaðsmálum og hefur starfað á mismunandi sviðum innan ferðaþjónustunnar síðustu 30 ár. Hún var ferðamálafulltrúi Rangárþings eystra árið 2010 þegar eldgos varð í Eyjafjallajökli og frá árinu 2013 hefur hún verið stjórnandi Visit Reykjanes þar sem hún miðlar upplýsingum um jarðskjálftavirkni og gos á svæðinu.