Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Hefring Marine: Þreyta og áhættustjórnun í sjóbjörgunaraðgerðum
Próf. Magnús Þór Jónsson CTO, Hefring Marine
Karl Birgir Björnsson CEO, Hefring Marine
Lýsing á vinnustofu:
Vinnustofan fjallar um þær hættur sem skapast um borð björgunarskipum þegar siglt er við erfiðar aðstæður og hvað er til ráða. Sjóbjörgunarsveitir þurfa oft að bregðast hratt við og sigla við aðstæður sem getur valdið þreytu sem hefur áhrif á frammistöðu, ákvörðunartöku, öryggi og það síðan orsakað varanlegan skaða á áhöfn og skjólstæðingum. Á vinnustofunni verður kynnt Intelligent Marine Assistance System (IMAS), kerfi þróað af Hefring Marine og hvernig það styður skipstjóra björgunarskipa við að lágmarka áhættuna, álag og þreytu, og þar með getu til að takast á við krefjandi verkefni á öruggan hátt. Vinnustofan inniheldur sýnikennslu á áhrifum höggkrafts sem veldur þreytu og jafnframt hvernig leiðsögn getur hjálpa til við að draga úr álagi á áhafnir í krefjandi aðstæðum.
Áhersluatriði: Þreyta og áhættustjórnun í sjóbjörgunaraðgerðum, Að draga úr álagi á áhöfn með rauntíma leiðbeiningum til skipstjóra, Rauntímaeftirlit með skipi og búnaði, Hagnýt dæmi um notkun IMAS í sjóbjörgun og að lokum verður fjallað um Umhverfisábyrgð og eldsneytissparnað.
IMAS: Aukið öryggi og minni þreyta fyrir björgunarsveitir í áhættusömum aðgerðumBjörgunarsveitir standa frammi fyrir miklum áskorunum, sérstaklega í kerfjandi aðstæðum á sjó.Til að styðja við krefjandi aðgerðir björgunarsveita á sjó hefur Hefring þróað kerfið Intelligent Marine Assistance System (IMAS), sem er hannað til að auka hagkvæmni, bæta öryggi og minnka álag áhafnar.IMAS býður upp á rauntíma leiðsögn sem dregur úr líkamlegu álagi, sem tryggir að björgunarsveitir geti einbeitt sér að mikilvægum útköllum með auknu öryggi og betri árangri.Fáðu betri innsýn í eiginleika IMAS kerfisins með því að hlusta á Karl B. Björnsson og Magnús Þ. Jónsson ræða áhrif sterkra höggkrafta, þreytu og hvernig IMAS kerfið styður að bættum árangri í áhættusömum aðstæðum á sjó.