Ágúst Þór Gunnlaugsson


Ágúst Þór Gunnlaugsson

Ágúst Þór Gunnlaugsson (1987) hóf nýliðaþjálfun hjá Hjálparsveit skáta í Garðabæ árið 2004. Hann hefur starfað sem undanfari með HSG frá árinu 2007 og var formaður undanfarahópsins árin 2007 til 2015. Hann hefur sótt mikla þjálfun og námskeið bæði í fjallamennsku, fjallabjörgun og snjóflóðum bæði hér heima og erlendis. Auk þess starfaði hann sem fjallaleiðsögumaður um árabil. Hann hefur kennt fjölda námskeiða í fjallamennsku, fjallabjörgun og snjóflóðum og samið námsefni í fjallamennsku fyrir Björgunarskóla SL. Hann situr í fagráði Björgunarskólans í fjallamennsku. Þar að auki hefur hann komið að þjálfun jöklaleiðsögumanna. Ágúst starfar á Veðurstofu Íslands og hefur meistaragráðu í Jarðvísindum frá Háskóla Íslands.

12 október 2024 15:00 - 15:45
Kaldalón

Fyrirlesturinn fjallar um tilurð og uppbygging undanfarahópa innan SL og stöðu þeirra í dag. Eðli verkefna undanfarahópa hafa breyst frá því að fyrstu hóparnir tóku til starfa fyrir meira en 30 árum síðan. Fjallað verður um hvernig best er að byggja upp undanfarahóp og hvaða áherslur á að leggja í þjálfun hópana. Hvað er góður undanfarahópur? Hvernig vinna undanfarar best með öðrum björgum? Eru undanfarahópar úreld hugmynd í umhverfi dagsins í dag eða eru þeir vannýtt auðlind? Er skynsamlegt og raunhæft að byggja upp undanfarahópa á landsbyggðinni? Framtíð undanfara verður rædd og hvaða möguleikar eru fyrir hendi þegar að kemur að þróun á hópunum inn í framtíðina.