Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Ari er byggingarverkfræðingur og útibússtjóri verkfræðistofunnar Verkís á Suðurlandi. Hann hefur undanfarin 3 ár farið fyrir starfshópnum Varnir mikilvægra innviða sem unnið hefur ötullega að því að hanna mótvægisaðgerðir og stýra uppbyggingu þeirra varna sem skilgreindar hafa verið.
Í fyrirlestri sínum fer Ari yfir þá áhættugreiningu sem gerð var þegar ljóst var að eldvirkni gæti ógnað mikilvægum innviðum á Suðurnesjum. Hann mun sérstaklega fjalla um hönnun og byggingu þeirra varnargarða sem þegar hafa sannað gildi sitt. Einnig mun Ari fjalla um aðrar varnir sem þróaðar hafa verið t.d. verndun veitukerfa og hvernig þær hafa reynst.