Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir


Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína er prófessor og deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst. Hún er einnig rithöfundur og fræðimaður og hefur um árabil verið félagi í Landsbjörgu þar sem hún hefur starfað með Björgunarhundasveit Íslands og Björgunarsveitinni Ingunni á Laugarvatni. Hún var skólameistari Menntaskólans á Ísafirði 2001-2006, alþingismaður fyrir NV-kjörtæmi 2009-2016 og hefur verið leiðsögumaður og fararstjóri fyrir FÍ á sumrin.

12 október 2024 15:00 - 15:45
Ríma

Kynning á nýju námi í öryggisfræðum og almannavörnum við Háskólann á Bifröst. Í náminu er fræðilegur bakgrunnur öryggishugtaksins kynntur um leið og hugtakið er sett í alþjóðlegt samhengi sem og í samhengi við íslenskt samfélag, sögu, stjórnmál, menningu og lagaumhverfi. Í náminu er áhersla lögð á að ræða ríkjandi ógnir í samfélaginu, varnir gegn og viðbrögð við þeim. Einnig er fjallað um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannvörnum gegn slíkri ógn. Í fyrirlestrinum verður athyglinni beint að því hvernig námið nýtist við störf viðbragsaðila.