Ásthildur Elva Bernharðsdóttir


Ásthildur Elva Bernharðsdóttir

Ásthildur Elva er dósent og fagstjóri nýrrar námslínu í öryggisfræðum og almannavörnum við Háskólann á Bifröst. Ásthildur er einnig fagstjóri meistaranáms í áfallastjórnun við félagsvísindadeild Háskólans á Biföst. Hún hefur um árabil sérhæft sig í öryggisfræðum og áfallastjórnun.

12 október 2024 15:00 - 15:45
Ríma

Kynning á nýju námi í öryggisfræðum og almannavörnum við Háskólann á Bifröst. Í náminu er fræðilegur bakgrunnur öryggishugtaksins kynntur um leið og hugtakið er sett í alþjóðlegt samhengi sem og í samhengi við íslenskt samfélag, sögu, stjórnmál, menningu og lagaumhverfi. Í náminu er áhersla lögð á að ræða ríkjandi ógnir í samfélaginu, varnir gegn og viðbrögð við þeim. Einnig er fjallað um þá innviði, auðlindir og regluverk sem styrkja varnir gegn öryggisvá sem og þá aðila sem koma að almannvörnum gegn slíkri ógn. Í fyrirlestrinum verður athyglinni beint að því hvernig námið nýtist við störf viðbragsaðila.