Brian Carriere


Brian Carriere

Brian Carriere hefur yfir 30 ára reynslu á sviði heilbrigðis- og neyðarþjónustu með áherslu á neyðarstjórnun, umsýslu og þróun kerfa. Hann er sem stendur forstöðumaður leitar- og björgunarsveitar Alberta en hefur í 11 ár verið teymisstjóri í leitar- og björgunaraðgerðum, framkvæmdastjóri og viðbragðsaðili í NW-Alberta. Brian hefur sýnt öfluga forystu við mjög krefjandi aðstæður, þar á meðal sem teymisstjóri fyrir neyðarlæknateymi alríkisskrifstofu neyðaraðgerða (Federal Emergency Management Agency, FEMA) í flóknum aðgerðum, svo sem eftir árásina á World Trade Center og í kjölfar fellisbylsins Katrina.

Í Grande Prairie hefur Brian stýrt verkefnum tengdum leit og björgun fyrir margar stofnanir og sannað getu sína til að leiða undir álagi og auka líkurnar á jákvæðri útkomu. Stjórnunarreynsla hans tengist ýmsum heilbrigðisstéttum, þar á meðal yfirumsjón með stórri bráðamóttöku og gjörgæsludeild á almenningssjúkrahúsi. Brian stjórnar einnig þverfaglegu fræðsluteymi í heilsugæslu með starfsemi í mörgum héruðum.

Brian hefur víðtæka reynslu af verkefnastjórnun og hefur auk þess stýrt verkefni við að þróa kennsluumsýslukerfið My Learning Link fyrir Alberta Health Services, sem þjónar 96.000 starfsmönnum. Hann hefur einnig þróað flutningskerfi fyrir alvarlega veika sjúklinga og stjórnað fræðsluvettvanginum STAR Academy, með áherslu á framhaldsnám á netinu og klíníska hermun.

Hann er með framhaldsgráðu í hamfara- og neyðarstjórnun og hefur lokið formlegri þjálfun í gegnum FEMA DMAT-teymið og ICS-stig 100-400. Áhersla Brians á faglega þróun og framúrskarandi rekstur endurspeglast í metnaði hans til að bæta neyðarþjónustu og stoðkerfi gegnum hugvitssamlegar símenntunarleiðir og gæðaúrbótakerfi.

12 október 2024 09:00 - 09:45
Silfurberg A

Úrdráttur: Hröð þróun í viðbrögðum við hamförum kallar á skilvirka samþættingu viðbragðsgetu í margþættu hættuástandi við hefðbundnar leitar- og björgunaraðgerðir. Í fyrirlestrinum er gerð grein fyrir þróun og framkvæmd leitar- og björgunaráætlunarinnar Alberta Disaster Response Program, byltingarkenndu átaksverkefni sem ætlað er að auka skilvirkni og öryggi leitar- og björgunarteyma í Alberta með strangri þjálfun, tækniæfingum og samstarfi milli stofnana.

Markmið: Sýna heildstæða nálgun leitar- og björgunaraðgerða hjá Alberta Disaster Response Program, með áherslu á helstu liði kerfisins, þjálfunaraðferðir og árangur. Á fyrirlestrinum verður greint ítarlega frá áhrifum áætlunarinnar á viðbúnað og viðbragðshæfni sjálfboðaliða í leitar- og björgunarstarfi, með það fyrir augum að búa þá undir að takast á við margs konar neyðarástand og hamfarir á skilvirkan hátt.

Aðalatriði:
1. Inngangur
- Yfirlit yfir leitar- og björgunaraðgerðir í Alberta.
- Mikilvægi þess að takast á við áskoranir sem tengjast þróun hamfaraviðbragðsleiða.
2. Liðir áætlunarinnar
- Þróun traustra ramma um leitar- og björgunarstarf.
- Að koma á fót borgaralegri neyðarþjónustu.
3. Þróun æfinga
- Tæknilegt mikilvægi leitar- og björgunaræfinga í heimabyggð.
- Yfirlit yfir 60 daga tímalínuna frá þróun til framkvæmdar.
4. Mikilvægustu þættir þjálfunar
- Lykilviðfangsefni þjálfunar: aðgerðarreglur, sértæk færni (t.d. viðbrögð við flóðum, spilliefnalekum) og veigamikil atvikastjórnun.
- Áhersla á fjölbreytni, jafnræði, inngildingu og skilning á menningarlegri fjölbreytni.
5. Samstarf milli stofnana
- Mikilvægi aukinnar samvinnu við að bæta viðbragðstíma og útkomu eftir hamfarir.
6. Áhrif og útkoma
- Ætlaðar úrbætur á viðbúnaði, mönnunargetu og skilvirkni leitar- og björgunaraðgerða.
7. Niðurstaða og spurningar og svör
- Upprifjun og boðið upp á umræður um samstarf og stefnu til framtíðar.