Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Dr. Christopher (Chris) S. Young, PhD, hefur verið virkur í leitar- og björgunarstarfi (SAR) frá árinu 1981 og stýrt leitum frá árinu 1986. Hann er formaður Bay Area Search and Rescue Council, Inc. (BASARC). Hann er sinnir kennslu og þjálfun hjá National Association for Search And Rescue (NASAR) og sér einnig um kennslu í öðrum og sérhæfðari viðfangsefnum sem tengjast leit og björgun. Chris hefur skrifað, birt og kynnt greinar um leitarstjórnun á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum. Hann var meðhöfundur „Urban Search - Managing Missing Person Search in the Urban Environment“ (dbS Publication, 2007), höfundur „Intelligent Search - Managing the Intelligence Process in the Search for Missing Persons“ (dbS Publication, 2022) og er meðhöfundur nokkurra annarra bóka um leit og björgun. Hann er einnig í útkallsliði. Hann er með doktorsgráðu í afbrotafræði- og rannsóknum glæpamála frá University of Portsmouth í Bretlandi og starfar hjá Centre for Missing Persons.
Leitarupplýsingar eru ferli þar sem tilteknar tegundir upplýsinga/gagna eru fengnar eða óskað eftir af þeim sem stjórna leit að týndri manneskju. Næsta stig þessa ferlis felst í því að virkja úrræðateymi til að safna, vinna úr og nýta, greina og búa til gagnlegar upplýsingar sem síðan er hægt að nota til að setja saman aðgerðaáætlanir. Venjan hefur verið að safna vinna úr, nýta, greina og búa til slík gögn á pappír og nýta reynslu leitarstjóra og þjálfaða mannsheila til að flokka þau. En hvað ef tölvur og gervigreind gætu tekið að sér þá vinnu? Þetta er tilgátan sem við erum að skoða, í háskólarannsókn sem er fjármögnuð af einkaaðilum. Verkefnið „Artificial Intelligence for Search and Rescue“ (gervigreind við leit og björgun) er verkefni sem miðar að því að nýta gervigreind og tengdar reikniaðferðir og tól til að styðja við leitar- og björgunarverkefni (SAR). Verkefnið er unnið í samstarfi við Dr. Franz Kurfess og nemendur í grunn- og framhaldsnámi í tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðideild hjá California Polytechnic State University (Cal Poly) í samvinnu við fyrrum nemendur skólans, þá Gary Bloom og Christopher Young, sem báðir eru reyndir stjórnendur leitar- og björgunaraðgerða. Verkefnið hófst sumarið 2021 með rannsóknum, fjármögnuðum af einkaaðilum, eldri verkefnum og bekkjarverkefnum. Í fyrirlestrinum verður grunnvinnunni lýst, þar á meðal söfnun og samþættingu viðeigandi aðferða til að geyma og vinna úr gögnum og rannsóknum á tækifærum sem kunna að felast í nýtingu gervigreindar. Þessu lýkur með sýnikennslu á vinnulíkaninu og hvernig hægt er að samþætta það við virk mannshvarfstilvik.