Will Smith


Will Smith

Dr. Smith er læknir með sérþekkingu á bráðaviðbrögðum og bráðalækningum og starfar í Jackson Hole, Wyoming. Hann er sem stendur yfirmaður lækninga hjá Wilderness Medical Associates International. Hann er einnig klínískur lektor við læknadeild University of Washington. Í heimabyggð starfar hann sem framkvæmdastjóri lækninga og bráðalæknir fyrir Grand Teton-þjóðgarðinn, leitar- og björgunaraðila í Teton-sýslu og bráða- og slökkviþjónustuna í Jackson Hole. Dr. Smith er einnig ofursti í læknadeild varaliðs Bandaríkjahers. Smith ofursti hefur sinnt læknisstörfum víða um heim og í sex heimsálfum, allt frá „Bráðavaktinni í Bagdad“ til Páskaeyju. Reynsla hans af átakavæðum samhliða reynslu af bráðalækningum sem bráðaliði utan sjúkrahúsa, sem og tæknileg þekking hans á sviði leitar og björgunar, gerir hann eftirsóttan fyrirlesara á ráðstefnum og námskeiðum um bráðaviðbrögð í óbyggðum. Dr. Smith hefur einnig skrifað fjölmarga bókarkafla og leiðbeiningarreglur um lækningar við óbyggðabjörgun og veitt sérfræðiálit í tengslum við fjölda verkefna hjá DARPA (Defense Advanced Research Projects Agency). Hann stofnaði og rekur fyrirtækið Wilderness and Emergency Medicine Consulting (WEMC), LLC. Frekari upplýsingar er að finna á www.wildernessdoc.com.

12 október 2024 16:00 - 16:45
Norðurljós

Við fjallalækningar þarf að laga hefðbundna færni og verkferli læknisins að aðstæðum til að hægt sé að beita þeim í óbyggðum og krefjandi aðstæðum. Í fyrirlestrinum, sem byggir á tilvikarannsóknum, er fjallað um hina mörgu áhrifaþætti við leitar- og björgunaraðgerðir (fossandi vatn, kröpp horn, hellar, ofanflóð o.s.frv.) og aðrar aðstæður við lækningar á afskekktum svæðum, sem og hvernig aðlaga þarf aðferðir læknisins í hverju tilviki til að hámarka þjónustustig og lágmarka áhættu fyrir sjúklinga og björgunarfólk.

Markmið fyrirlestursins:
1) Að lýsa aðstæðum við lækningar og leitar- og björgunarstarf í fjalllendi.
2) Að gera grein fyrir læknisfræðilegum áherslum við mismunandi aðstæður.
3) Að ræða langvarandi læknismeðferð utan sjúkrahúss og um flutningsáætlanir.