Chris Burkard


Chris Burkard

Chris Burkard er landkönnuður, ljósmyndari, listrænn stjórnandi, fyrirlesari og höfundur með fjölda afreka í farteskinu. Burkard er á ferðinni árið um kring til að kanna afskekktustu slóðir jarðarinnar og skrásetja staði og viðburði sem hvetja okkur öll til að hugleiða tengsl mannsins við náttúruruna og stuðla um leið að verndun ósnortinnar náttúru.

11 október 2024 15:00 - 15:45
Norðurljós

Ekki missa af spennandi fyrirlestri hins rómaða ljósmyndara Chris Burkard, sem nýtir margskonar miðlunartækni til að leiða okkur inn í hrífandi heim óbyggðanna. Chris nýtir sér magnaðar sjónrænar aðferðir til að sýna fram á fegurð og mikilvægi þess að varðveita, elska og kanna villta náttúru. Fáðu að kynnast aðdráttarafli óbyggðanna og hvers vegna ósnortin svæði draga fólk út í háskaleg ævintýri, jafnvel þótt því fylgi oft hættur.