Axel Ernir Viðarsson


Axel Ernir Viðarsson

Axel er frá Akureyri á Íslandi, þar sem hann er í fullu starfi sem slökkviliðsmaður og bráðaliði og sinnir einnig sjúkraflugi. Hann hefur verið félagi í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu frá 2005 og hefur verið leiðbeinandi í björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá 2008, auk þess að hafa umsjón með þjálfun í fyrstu hjálp í óbyggðum í björgunarskólanum. Hann er einnig leiðbeinandi hjá Wilderness Medical Associates International.

12 október 2024 13:00 - 13:45
Silfurberg B

Í október 2022 varð alvarlegt slys þegar einstaklingur ók bifreið sinni fram af kletti á Grímsey og lenti á hvolfi í klettóttri strönd. Við reyndum að fljúga út á eyjuna með sjúkraflugvélinni okkar en veðrið var svo slæmt að við þurftum að snúa við. Ekki var heldur hægt að senda björgunarskip vegna veðurs og mikillar ölduhæðar. Það búa ekki margir á eyjunni og þar eru aðeins örfáir skyndihjálparaðilar, sem aðeins hafa mjög takmarkaðan búnað og úrræði. Á meðan við reyndum að finna leiðir til að koma þeim til aðstoðar kom upp sú hugmynd að hringja myndsímtal, en það reyndist mjög gagnlegt og færði okkur mikilvægar upplýsingar um ástand sjúklingsins, áverka og fleira. Þetta var líka mjög gagnlegt fyrir skyndihjálparaðilana á vettvangi, sem voru í kringumstæðum sem þeir réðu illa við, og auðveldaði þeim að ná tökum á aðstæðum.

Í þessum fyrirlestri mun ég fara yfir björgunaraðgerðirnar í réttri tímaröð, ræða um þær fjölmörgu hindranir sem við rákumst á, hvað við höfum lært af tilvikinu og horfur til framtíðar varðandi notkun tæknilausna við aðstæður eins og þessar, þegar við komumst ekki á vettvang til að sinna sjúklingnum.