Mark Hannaford


Mark Hannaford

STOFNANDI OG FORSTJÓRI World Extreme Medicine

Ævintýramaður, frumkvöðull, athafnamaður, stofnandi, leiðtogi og frumkvöðull. Heiðursdoktor og kafari, áður starfsmaður björgunarsveitar strandgæslunnar. Mark hlaut hin virtu EC50-verðlaun sem veitt eru „fólki sem er að breyta heiminum og sem heimurinn þarf að fá að heyra um“. Explorers Club er með aðsetur í New York og hefur heiðrað alla helstu landkönnuði heims fyrir afrek sín. Greeley, Amundsen, Nansen - Armstrong, Heyerdahl - Goodall, Leakey, Hillary - Roosevelt.

Árið 2002 stofnaði Mark Hannaford fyrirtækið World Extreme Medicine, alþjóðlegt tengslanet sem býður upp á læknisþjálfun og sérþekkingu í hæsta gæðaflokki, við einhverjar mest krefjandi aðstæður í heiminum.

Árið 1996 stofnaði Mark fyrirtækið Across the Divide, sem skipulagði krefjandi ævintýraferðir á framandi slóðum, gaf tugþúsundum einstaklinga tækifæri til að upplifa spennuna sem fylgir því að vera hluti af leiðangri og gerði fjölda breskra góðgerðarsamtaka kleift að safna 103 milljónum punda / 132 milljónum Bandaríkjadala.

Í starfi Across the Divide kom með skýrum hætti fram nauðsyn þess að þjálfa lækna til að veita umönnun við mjög krefjandi aðstæður og því setti Mark á laggirnar World Extreme Medicine nokkrum árum síðar, en það er alþjóðlegur starfsvettvangur þar sem yfir 20.000 læknar hafa fengið þjálfum í að veita læknishjálp við erfiðar aðstæður.

Brautryðjandastarf Marks hefur leitt til þess að nú er í fyrsta sinn hægt að ljúka MSc-gráðu í neyðarviðbragðalækningum við Russell Group University í Exeter og stunda framhaldsnám í greininni við Northeastern University í Boston, Bandaríkjunum. Þess utan átti Mark frumkvæði að því efna til árlegrar ráðstefnu um neyðarlækningar, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum.

Árið 2022 stofnaði hann Medics4Ukraine, sem hefur útvegað neyðarviðbragðatilföng fyrir lækna á átakasvæðum að andvirði 3.177.350 GBP og þjálfað yfir 829 lækna í bráðalækningum eftir hernaðarátök.

Árið 2021 hlaut Mark hlaut heiðursdoktorsnafnbót í vísindum frá háskólanum í Exeter fyrir þrotlaust starf sitt í þágu neyðarlækninga.

11 október 2024 15:00 - 15:45
Silfurberg A

Hugtakið „neyðarlækningar“ hefur þróast út frá hugtakinu „lækningar í könnunarferðum og í villtri náttúru“ og felur í sér nýtt viðmið fyrir lækningar utan sjúkrahúsa þar sem koma saman meginreglur, rannsóknaraðferðir og tækifæri á sviði mannúðarstarfs og neyðaraðstoðar, heilbrigðisþjónustu í könnunarleiðöngrum og hernaði, læknisþjónustu utan sjúkrahúsumhverfis og læknisþjónustu í geimferðum. Allt stuðlar þetta að því að efla læknavísindin fyrir áskoranir framtíðarinnar.