Helga Björk Pálsdóttir


Helga Björk Pálsdóttir

Helga Björk starfaði á skrifstofu félagsins í 13 ár og er einnig félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík.  Hún vann ötul að því að byggja upp þann hluta félagsins sem við kemur félagslega hlutanum t.d. uppfærðum lögum, siðareglum og siðanefnd,  hvað fellst í sálrænum stuðningi til félagsfólks og hvernig haldið er utan um hann á skrifstofu félagsins.

12 október 2024 13:00 - 13:45
Ríma

Slysavarnafélagið Landsbjörg (félagið) er samsett af fólki af öllu landinu sem er tilbúið að bregðast við atburðum sem lögreglan boðar út eða almannavarnaástand kallar á öflugan liðsauka.
Útköll og atvik sem eru alvarleg geta haft áhrif á andlega líðan sjálfboðaliða sem eru vel þjálfaðir og öflugir en þó mannlegir. Það fólk sem fer fyrir félaginu er mjög annt um að félagsfólki líði vel í starfi fyrir sína félagseiningu og félagið og því var farið í þá vinnu að endurskoða og byggja upp verkferla og námskeið fyrir félagseiningar og félagsfólk.
Í fyrirlestrinum verður farið yfir þá stefnu sem stjórn félagsins setti sér fyrir um fjórum árum og starfsfólk skrifstofu hefur unnið ötult að byggja upp, verkferla, námsefni og samvinnu við sálfræðistofur.
Farið verður yfir námskeið í félagastuðning sem kennt er hjá Björgunarskólanum, námsefni um hvernig skal halda viðrunar fundi sem og þá verkferla sem hafa verið samþykktir af stjórn og framkvæmdastjóra og unnið er eftir.