Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Hefur tekið þátt í leitarhundastarfi frá árinu 1972 eftir að hún sat námskeið hjá Bill og Jean Syrotuck. Hún var stofnmeðlimur björgunarhundasveitar Bandaríkjanna (American Rescue Dog Association), Northwest-hamfaraleitarhundasveitarinnar (Northwest Disaster Search Dogs) og leitarhundasveitarinnar í King-sýslu (King County Search Dogs) ásamt því að vera fyrrverandi meðlimur DMORT-sérsveitarinnar á svæði 10 og fyrrverandi formaður leitarhundadeildar Landssambands björgunarsveita (National Association for Search and Rescue). Reynsla Marciu í leitarhundastarfi spannar allt frá leit í kjölfar hamfara (fellibylurinn við Wichita-fossa í Texas; Korean Air-flugslysið í Gvam; eldsvoðinn í Bremerton í Washington; fellibylurinn Katrín í Mississippi; aurskriðan í Oso í Washington) til leitar í óbyggðum, snjó og vatni sem og líkleitar. Hún hefur einnig þjálfað alla leitarhunda sína í sporaleit. Hundum Marciu hefur tekist vel til við sporaleit, leit í óbyggðum, leit í vatni, líkleit og leit í kjölfar hamfara. Hún vann fyrir DMORT í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 11. september (án hunds). Hún hefur reynslu af löggæslu sem þjóðgarðsvörður í Mt. Rainier-þjóðgarðinum. Áhugi Marciu liggur í kennslu og skrifum en hún er fyrrverandi kennari við menntaskóla og fullorðinsfræðslu. Hún hefur setið námskeið í dýraatferlisfræði (þjálfun hænsna) hjá Marian og Bob Bailey og samþættir kennslu í þjálfunaraðferðum við leitarhundanámskeiðin sín. Hún hefur kennt við NASAR og í fjölmörgum þjálfunarskólum, málstofum og námskeiðum. Hún hefur skrifað margar greinar og gefið út DVD-disk með kennsluefni um notkun hunda við leit í vatni. Þessa stundina er Marcia að þjálfa hundinn sinn í sporaleit með leitarhundasveitinni í King-sýslu.
Hvers vegna missir hundurinn þinn stundum af einstaklingi sem leitað er að í þjálfun eða jafnvel við raunverulegar leitaraðgerðir? Margir þættir geta haft áhrif á lyktaraðstæður. Í þessum fyrirlestri fjalla ég um ástæður þess að viðfangsefni finnast ekki, hvernig má bera kennsl á slíkar aðstæður og vinna sig út úr þeim. Viðfangsefnin sem fjallað verður um eru landslag, veðurskilyrði (snjór og frost), vindur og leit í byggingum og rústum. Ég mun taka dæmi úr þjálfunaræfingum og raunverulegum leitaraðgerðum.