Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Pete Roberts lét nýverið af störfum eftir að hafa lagt sitt af mörkum til björgunarsveitarinnar í Northumberland-þjóðgarði (NNPMRT) um 50 ára skeið. Á því skeiði gegndi hann ýmsum lykilhlutverkum, þ.m.t. hlutverki hópstjóra tvisvar sinnum. Seint á níunda áratugnum þróaði hann, ásamt öðrum, kenninguna um nauðsynlega dreifingu (e. critical separation), nauðsynlega vegalengd (e. critical distance) og markvisst flakk (e. purposeful wandering); leitaraðferðir sem fyrst voru notaðar í miklum mæli í kjölfar atviksins í Lockerbie. Nýlegar rannsóknir hafa tengt þessi hugtök við leitarfræði og leit á fyrsta viðbragðsstigi í neyðartilvikum.Árið 1998 var hann meðal stofnenda miðstöðvar til rannsókna á leitaraðgerðum (TCSR), félagasamtaka í Bretlandi, og hefur þar að auki haldið fjölda fyrirlestra og tekið þátt í framkvæmd rannsóknar á hegðun týndra einstaklinga í Bretlandi. Hægt er að nálgast efnið á www.tcsr.org.uk.Sem fyrrverandi vaktstjóri hjá NNPMRT býr hann yfir víðtækri þekkingu á leitar- og björgunarstarfi og hefur haldið erindi víðs vegar um Bretland, á Írlandi, Íslandi, Nýja-Sjálandi, í Bandaríkjunum og Kanada. Árið 2000 skilgreindi TCSR, í samstarfi við ERI International, mikilvæga tímabilið fyrstu 12 klukkustundirnar í kjölfar atviks og hélt fyrsta námskeiðið í fyrstu viðbrögðum á grundvelli sex skrefa ferlisins. Síðan þá hefur hugtakið „fyrstu viðbrögð“ orðið að viðurkenndu hugtaki í leitar- og björgunarstarfi.Nýverið hlaut Pete heiðursverðlaun fjallabjörgunarsveitar Englands og Wales (MREW) ásamt því að hljóta verðlaun fyrir störf sín frá leitardeild bresku lögreglunnar.
Fyrirlesturinn fjallar um „stærðfræðiformúluna“ PoS = PoA x PoD og hvernig hún er notuð (eða ekki notuð) við störf. Fyrirlesarinn lítur um öxl á 50 ára reynslu sína í leitar- og björgunarstarfi.Þetta er ekki fyrirlestur um stærðfræði. Markmið fyrirlestursins er að veita hlustendum aukinn skilning á hugtökunum „líkur á svæði“ (PoA) og „líkur á fundi“ (PoD) og hvernig má nýta þau í leitar- og björgunarstarfi ásamt KISS-reglunni (Keep it Simple and Straightforward).Nýleg rannsókn TCSR á líkum á fundi, út frá hugmyndinni um nauðsynlega vegalengd, verður skoðuð og fléttuð inn í umræðurnar.