Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Andrea sérhæfir sig í gagnreyndum rannsóknum á fyrstu viðbrögðum og sálrænum áhrifum þeirra í yfirstandandi hryðjuverkaárásum, stórslysum þar sem fjöldi fólks ferst og viðbrögðum í kjölfar sjálfsvíga. Hún er ráðgjafi og þjálfari fyrir EU Centre of Expertise for Victims of Terrorism undir framkvæmdastjórn ESB, sem og Rauða krossinn. Hún aðstoðar þjóðir og alþjóða samtök í að innleiða rannsóknir og stefnur til að gera fyrstu viðbrögð við vá skilvirkari. Andrea hefur skrifað fjölmargar bækur á hennar sérsviði. Hún er frá Hollandi en býr nú í Þýskalandi.
Í þessum fyrirlestri mun Andrea gefa okkur afar áhugaverða innsýn inn í þá hröðu þróun sem er og hefur orðið á gagreyndum rannsóknum í fyrstu viðbrögðum; hún mun skýra út hvaða lærdóm við getum dregið úr hinum mismunandi rannsóknum til að auka skilvirkni okkar í yfirstrandandi alvarlegum atburðum og eftir þá. Andrea mun ekki aðeins skýra út fyrir okkur vísindin á bak við, heldur einnig þau beinu áhrif sem þetta hefur á vinnu okkar, með tilvísun í dmi frá fyrri raun atburðum. Hún mun einnig deila með okkur hennar reynslu frá miklum flóðum í hennar nágrenni árið 2021, þar sem 180 manns létu lífið og um 800 slösuðust. Að milda áhrifin sem atburðurinn hefur á okkur og ná stjórn á eigin tilfinningum eykur möguleika okkar á að aðstoða aðra við krefjandi aðstæður.