Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Sigríður mun fjalla um öryggi og öryggisvitund lögreglufólks í breyttum veruleika og umhverfi. Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og vinnumansal. Glæpir á samfélagsmiðlum og netglæpir hafa aukist. Hvernig er öryggi lögreglufólks best tryggt í framtíðinni?
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er lögfræðingur að mennt með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.