Sigríður Björk Guðjónsdóttir


Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri er lögfræðingur að mennt með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í Evrópurétti frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð og meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hefur starfað við löggæslu frá árinu 2002, þá sem sýslumaður, lögreglustjóri og tollstjóri á Ísafirði til 2006. Stýrði sérverkefni hjá ríkislögreglustjóra við að setja á stofn greiningardeild 2006. Var aðtoðarríkislögreglustjóri 2007 til 2008 og lögreglustjóri á Suðurnesjum 2009 til 2014. Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 2014 til 2020 og var skipuð í embætti ríkislögreglustjóra 12. mars 2020. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf, sér í lagi fyrir baráttu sína gegn heimilisofbeldi.

11 október 2024 14:00 - 14:45
Kaldalón

Sigríður mun fjalla um öryggi og öryggisvitund lögreglufólks í breyttum veruleika og umhverfi.  Skipulögð glæpastarfsemi hefur aukist, framboð sterkra fíkniefna og kannabisefna er mikið, framboð vændis hefur aukist mikið og  vinnumansal.  Glæpir á samfélagsmiðlum og netglæpir hafa aukist.   Hvernig er öryggi lögreglufólks best tryggt í framtíðinni?