Áskoranir og tækifæri fámennra björgunarsveita


Áskoranir og tækifæri fámennra björgunarsveita

Um fyrirlestur
12/10/2024 16:00 - 16:45
Silfurberg B

Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru yfir 90 björgunarsveitir af öllum stærðum og gerðum. Björgunarsveitin Kári Öræfum er fámenn björgunarsveit sem starfar á víðfeðmu svæði á suðausturlandi. Á svæðinu eru tveir fjölmennustu ferðamannastaðir landsins og getur tíðni atvika verið mikil og alvarleg. Kári vinnur náið með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Miklar áskoranir bíða félaga Kára í starfi sínu en þar er einnig að finna tækifæri.