Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Hrafnhildur, sem í daglegu tali er kölluð Habba, hóf björgunarsveitarferilinn í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi en hefur starfað með Björgunarsveitinni Kára Öræfum síðustu ár. Habba hefur verið landvörður hjá Vatnajökulsþjóðgarði síðan 2011 en starfar í dag sem þjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Þú finnur hana á fjöllum eða með góða bók í hendi.
Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru yfir 90 björgunarsveitir af öllum stærðum og gerðum. Björgunarsveitin Kári Öræfum er fámenn björgunarsveit sem starfar á víðfeðmu svæði á suðausturlandi. Á svæðinu eru tveir fjölmennustu ferðamannastaðir landsins og getur tíðni atvika verið mikil og alvarleg. Kári vinnur náið með öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Miklar áskoranir bíða félaga Kára í starfi sínu en þar er einnig að finna tækifæri.