Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Fjallað verður um aðkomu flugdeildar LHG að sameiginlegum leitar og björgunaraðgerðum á Íslandi. Þekking fólks á getu land tækja er oft heimfærð yfir á þyrlur án þekkingar á hvernig veður, landslag og eldsneyti getur verkað á allt annan hátt á þyrlur en ökutæki. Því verða fjallað stuttlega um getu og takmarkanir þyrlna og tekin dæmi úr aðgerðum. Einnig verður fjallað um áhafnar samsetningu í flugdeild LHG, tækjabúnað, hvernig útköll eru að þróast og væntanlegar breytingar á næstu árum.
Kolbeinn er sigmaður og stýrimaður á þyrlu í flugdeild LHG. Hann hefur unnið sem stýrimaður á varðskipum LHG á Íslandsmiðum og í Miðjarðarhafinu og á stjórnstöð LHG. Kolbeinn vann á aðgerðasviði LHG m.a. við löggæslu, leitar og björgunarverkefni á Íslandi og norðurslóðum.