Kolbeinn Gudmundsson


Kolbeinn Gudmundsson

Kolbeinn er sigmaður og stýrimaður á þyrlu í flugdeild LHG. Hann hefur unnið sem stýrimaður á varðskipum LHG á Íslandsmiðum og í Miðjarðarhafinu og á stjórnstöð LHG. Kolbeinn vann á aðgerðasviði LHG m.a. við löggæslu, leitar og björgunarverkefni á Íslandi og norðurslóðum. Hann sat í stjórn ARCSAR verkefnisins á vegum EU og leit og björgun á heimskautasvæðum og tók þátt í ýmsum öðrum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Hann hefur einnig unnið að skipulagi á stórum her og flotaæfingum og hernaðarlegri áætlanagerð fyrir NATO á Íslandi og í Evrópu. Kolbeinn starfaði á vegum LHG og Utanríkisráðuneytisins sem herforingi í stjórnstöð NATO fyrir Austur Evrópu og sinnti þar aðgerðum í rauntíma, áætlanagerð og æfingum. Hann hefur unnið við þjálfun, ráðgjöf og sem stjórnandi í öryggismálum í stóriðju verkefnum fyrir HRV Engineering. Auk þessa vann hann við sjúkraflutninga á Suðurlandi og sjúkraflutninga, heilsugæslu, slökkvi- og björgunarstörf við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Kolbeinn hefur verið virkur í björgunarsveit í 25 ár og með aðaláherslu á fjallabjörgun og sjóbjörgun. Einnig hefur hann verið leiðbeinandi í fjallabjörgun, snjóflóðum og öðru víða um land.

13 október 2024 09:30 - 10:15
Silfurberg B

Icelandic Coast Guard helicopters often operate jointly with terrestrial rescue units on SAR missions. Assumptions are sometimes made on helicopter capabilities based on experience from how terrain, weather and sustainability affect ground vehicles but are not applicable to helicopters. Therefore we will cover some capabilities and limitations of ICG helicopters on joint operations. Examples will be taken from real operations to better explain this difference. We will also cover crew composition, aircraft type, current mission trends and changes in the next few years.