Kolbeinn Gudmundsson


Kolbeinn Gudmundsson

Kolbeinn er sigmaður og stýrimaður á þyrlu í flugdeild LHG. Hann hefur unnið sem stýrimaður á varðskipum LHG á Íslandsmiðum og í Miðjarðarhafinu og á stjórnstöð LHG. Kolbeinn vann á aðgerðasviði LHG m.a. við löggæslu, leitar og björgunarverkefni á Íslandi og norðurslóðum. Hann sat í stjórn ARCSAR verkefnisins á vegum EU og leit og björgun á heimskautasvæðum og tók þátt í ýmsum öðrum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Hann hefur einnig unnið að skipulagi á stórum her og flotaæfingum og hernaðarlegri áætlanagerð fyrir NATO á Íslandi og í Evrópu. Kolbeinn starfaði á vegum LHG og Utanríkisráðuneytisins sem herforingi í stjórnstöð NATO fyrir Austur Evrópu og sinnti þar aðgerðum í rauntíma, áætlanagerð og æfingum. Hann hefur unnið við þjálfun, ráðgjöf og sem stjórnandi í öryggismálum í stóriðju verkefnum fyrir HRV Engineering. Auk þessa vann hann við sjúkraflutninga á Suðurlandi og sjúkraflutninga, heilsugæslu, slökkvi- og björgunarstörf við byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Kolbeinn hefur verið virkur í björgunarsveit í 25 ár og með aðaláherslu á fjallabjörgun og sjóbjörgun. Einnig hefur hann verið leiðbeinandi í fjallabjörgun, snjóflóðum og öðru víða um land.

13 október 2024 09:30 - 10:15
Silfurberg B

Fjallað verður um aðkomu flugdeildar LHG að sameiginlegum leitar og björgunaraðgerðum á Íslandi. Þekking fólks á getu land tækja er oft heimfærð yfir á þyrlur án þekkingar á hvernig veður, landslag og eldsneyti getur verkað á allt annan hátt á þyrlur en ökutæki. Því verða fjallað stuttlega um getu og takmarkanir þyrlna og tekin dæmi úr aðgerðum. Einnig verður fjallað um áhafnar samsetningu í flugdeild LHG, tækjabúnað, hvernig útköll eru að þróast og væntanlegar breytingar á næstu árum.