„Afkastagetubrestur“ í fjöldabjörgunaraðgerðum


„Afkastagetubrestur“ í fjöldabjörgunaraðgerðum

Um fyrirlestur
12/10/2024 13:00 - 13:45
Norðurljós

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) skilgreinir fjöldabjörgunaraðgerð (MRO) sem „aðgerð sem krefst tafarlausra viðbragða við miklum fjölda fólks í neyð, sem leiðir til þess að sú afkastageta sem venjulega er til staðar hjá leitar- og björgunaraðilum reynist ófullnægjandi“.
Mikilvægasti þátturinn er að fjöldabjörgunaraðgerð er svo stór og flókin að hún er leitar- og björgunaraðilum á staðnum ofviða. Þá verður „afkastagetubrestur“ (e. capability gap). Ef takast á að bjarga öllum þarf að bregðast við þessum bresti. Við getum undirbúið okkur fyrir slíkar áskoranir með því að þekkja hætturnar og með því að skipuleggja og þjálfa okkur í að takast á við þær. Þetta er mál sem varðar alla sem gætu þurft að taka þátt í fjöldabjörgunaraðgerð.
Í þessum fyrirlestri er rýnt í nokkur fjöldabjörgunartilvik, sem og persónulega reynslu, og reynt að draga lærdóm af þeim.