Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Matthew er sannfærður um mikilvægi sjálfboðastarfs og mannúðar. Björgun felur í sér tækifæri til að styrkja enn frekar tilgang og markmið hafsvæðanna sem eru honum mjög kær. Hann er brimbrettakappi og vatnamaður sem nýtur þess að upplifa hafið í mikilli nánd. Í núverandi hlutverki sínu við þróun alþjóðlegra leitar- og björgunaraðgerða fyrir sænska hafsvæðabjörgunarfélagið (Swedish Sea Rescue Society, SSRS) leitast hann stöðugt við að kynna nýjar leiðir til að bjarga fólki, hvort sem það eru björgunaraðferðir, rannsóknir, nýsköpun eða skipulagsúrbætur. Hann hefur áður gegnt ábyrgðarstöðum hjá SSRS, t.d. verið stjórnandi sjálfboðaliðaaðgerða, fræðslustjóri og samræmingaraðili fjöldahjálparaðgerða. Frá 2015 til 2019 sat Matthew í stjórn Alþjóðasambands björgunaraðila á hafi (International Maritime Rescue Federation, IMRF). Undir merkjum IMRF koma saman hin ýmsu samtök sem fást við björgun á hafi víðsvegar um heiminn og meðal meðlima sambandsins eru bæði frjáls félagasamtök og ríkisstofnanir. IMRF vinnur að því að bæta leitar- og björgunargetu á hafi um allan heim og kemur einnig fram sem málsvari meðlima sinna á alþjóðavettvangi. Þetta eru einu óhagnaðardrifnu samtökin sem sjá um leit og björgun á hafi, auk þess sem þau gegna ráðgefandi hlutverki hjá Alþjóðasiglingamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (IMO).Matthew er einnig gestafyrirlesari og stjórnar vettvangsnámskeiðum í leit og björgun fyrir IMO World Maritime University. Hann kennir einnig „Protection at Sea“ fyrir Alþjóðastofnunina í mannréttindalögum (IIHL) í San Remo á Ítalíu. Áður en hann gekk til liðs við SSRS-teymið hafði hann sem hjúkrunarfræðingur umsjón með ýmsum neyðarviðbragðsdeildum á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í meira en 10 ár.
Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) skilgreinir fjöldabjörgunaraðgerð (MRO) sem „aðgerð sem krefst tafarlausra viðbragða við miklum fjölda fólks í neyð, sem leiðir til þess að sú afkastageta sem venjulega er til staðar hjá leitar- og björgunaraðilum reynist ófullnægjandi“. Mikilvægasti þátturinn er að fjöldabjörgunaraðgerð er svo stór og flókin að hún er leitar- og björgunaraðilum á staðnum ofviða. Þá verður „afkastagetubrestur“ (e. capability gap). Ef takast á að bjarga öllum þarf að bregðast við þessum bresti. Við getum undirbúið okkur fyrir slíkar áskoranir með því að þekkja hætturnar og með því að skipuleggja og þjálfa okkur í að takast á við þær. Þetta er mál sem varðar alla sem gætu þurft að taka þátt í fjöldabjörgunaraðgerð. Í þessum fyrirlestri er rýnt í nokkur fjöldabjörgunartilvik, sem og persónulega reynslu, og reynt að draga lærdóm af þeim.