Níu mikilvægustu eiginleikar traustra leitar- og björgunarteyma


Níu mikilvægustu eiginleikar traustra leitar- og björgunarteyma

Um fyrirlestur
11/10/2024 13:00 - 13:45
Silfurberg A

Það eru níu hlutir sem bestu leitar- og björgunarteymin gera til að skila samfelldum árangri á öruggan hátt í sínum verkefnum. Teymið þitt er eflaust þegar með einhver þessara atriða á hreinu, en jafn líklega ábótavant varðandi önnur þeirra. Þessi atriði tengjast ekki sérþekkingu, tækniþjálfun, búnaði eða skipulagi. Þau tengjast mannlegu atferli og liðsanda.

Þessi (vinnustofa og/eða fyrirlestur) snýst um að byggja upp liðsanda sem einkennist af miklum áreiðanleika. Dr. Hammond sýnir fram á hvernig heilbrigður liðsandi getur bætt frammistöðu og dregið úr áhrifum streitu. Fyrst þarf að rýna í teymið og greina bæði styrkleika og veikleika þess. Því næst þarf að eiga erfitt samtal um það hvernig hægt er að bæta samvinnuna og liðsheildina. Lokaskrefið er svo áhersla á úrbætur og eftirfylgni, sem þarf að vinna jafnt og þétt.

Í þessari vinnustofu / á þessum fyrirlestri munuð þið 1) Fræðast um níu eiginleika traustra leitar- og björgunarteyma. 2) Leggja mat á eigin leitar- og björgunarteymi með því að nota gervigreindarverkfæri fyrir áreiðanleg björgunarteymi. 3) Gera áætlanir til að viðhalda styrkleikum og fjarlægja veikleika. 4) Vinna samkvæmt sérstakri áætlun til að mæla árangur af vinnunni við að verða mjög áreiðanlegt teymi.

Þessi vinnustofa/bók byggir á bók dr. Hammond, „Highly Reliable Teams“, sem kom út árið 2024.