Staðsetning bækistöðva fyrir þyrlusjúkraflug og lágmörkun flutningstíma á sjúkrahús gegnum val á flutningsmáta í farsímaforriti


Staðsetning bækistöðva fyrir þyrlusjúkraflug og lágmörkun flutningstíma á sjúkrahús gegnum val á flutningsmáta í farsímaforriti

Um fyrirlestur
12/10/2024 09:00 - 09:45
Kaldalón

Ég mun gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna minna á góðum og raunhæfum staðsetningum fyrir nýjar sjúkraþyrlur sem hægt væri að setja upp á Íslandi, með því að nýta staðsetningarlíkön. Ég mun einnig sýna fram á hvernig hægt er að nota forritið Shiny til að reikna út flutningstíma að sjúkrahúsi og velja ákjósanlegustu samsetningu flutningsmáta (á landi, með sjúkraþyrlu eða með sjúkraflugvél) til að flytja sjúklinga á sjúkrahús í Reykjavík eða á Akureyri.