Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Ég er svæfingalæknir og bý á Akureyri. Ég hef verið fluglæknir í næstum þrjá áratugi, í Bandaríkjunum, Íslandi, Noregi og Grænlandi, þar á meðal sem þyrlulæknir, við leitar- og björgunaraðgerðir með þyrlu og í hefðbundnu sjúkraflugi. Rannsóknir mínar hafa aðallega beinst að sjúkraflugþjónustu og undanfarið einkum að greiningu á æskilegustu staðsetningu bækistöðva með hliðsjón af besta viðbragðstíma og flutningstíma að sjúkrahúsi.
Ég mun gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna minna á góðum og raunhæfum staðsetningum fyrir nýjar sjúkraþyrlur sem hægt væri að setja upp á Íslandi, með því að nýta staðsetningarlíkön. Ég mun einnig sýna fram á hvernig hægt er að nota forritið Shiny til að reikna út flutningstíma að sjúkrahúsi og velja ákjósanlegustu samsetningu flutningsmáta (á landi, með sjúkraþyrlu eða með sjúkraflugvél) til að flytja sjúklinga á sjúkrahús í Reykjavík eða á Akureyri.