Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Í mars 2023 gekk ákaft hríðarveður yfir austfirði sem orsakaði víðfema snjóflóðahrinu sem ógnaði byggð og samgöngumannvirkjum á svæðinu. Almannavarnarástandi var lýst yfir meðan snjóflóðahætta var til staðar og fjöldi viðbragðsaðila var við störf á svæðinu.Í fyrsta skipti í aðgerðum af slíkri stærðargráðu voru aðgerðir viðbragðsaðila metnar sértaklega í aðgerðarstjórn m.t.t. snjóflóðahættu.
Í erindinu verður farið yfir hvernig áhættumat var unnið í samvinnu öryggisfulltrúa í AST, VST og viðbragðsaðila á skaðasvæði, hvaða ferlum var unnið eftir og hvernig hægt er að nýta þá reynslu sem varð til í aðgerðinni fyrir viðlíka aðgerðir í framtíðinni.
Anton hefur verið félagi í björgunarsveit síðan 1997, fyrst í Hjálparsveit Skáta Akureyri og síðan Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri. Helstu áherslur hafa verið björgunaraðgerðir í fjalllendi og óbyggðum. Starfandi með undanfarahóp Súlna frá stofnun. Sviðsstjóri snjóflóðasviðs Björgunarskóla SL síðan 2009 og virkur leiðbeinandi í snjóflóðum og fjallabjörgun um árabil.