Áhættustýringar á snjóflóðavettvöngum – aðgerðir og lærdómur frá snjóflóðahrinunni á austfjörðum í mars 2023


Áhættustýringar á snjóflóðavettvöngum – aðgerðir og lærdómur frá snjóflóðahrinunni á austfjörðum í mars 2023

Um fyrirlestur
11/10/2024 17:00 - 17:45
Silfurberg B

Í mars 2023 gekk ákaft hríðarveður yfir austfirði sem orsakaði víðfema snjóflóðahrinu sem ógnaði byggð og samgöngumannvirkjum á svæðinu. Almannavarnarástandi var lýst yfir meðan snjóflóðahætta var til staðar og fjöldi viðbragðsaðila var við störf á svæðinu.
Í fyrsta skipti í aðgerðum af slíkri stærðargráðu voru aðgerðir viðbragðsaðila metnar sértaklega í aðgerðarstjórn m.t.t. snjóflóðahættu.

Í erindinu verður farið yfir hvernig áhættumat var unnið í samvinnu öryggisfulltrúa í AST, VST og viðbragðsaðila á skaðasvæði, hvaða ferlum var unnið eftir og hvernig hægt er að nýta þá reynslu sem varð til í aðgerðinni fyrir viðlíka aðgerðir í framtíðinni.