Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Anton hefur verið félagi í björgunarsveit síðan 1997, fyrst í Hjálparsveit Skáta Akureyri og síðan Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri. Helstu áherslur hafa verið björgunaraðgerðir í fjalllendi og óbyggðum. Starfandi með undanfarahóp Súlna frá stofnun. Sviðsstjóri snjóflóðasviðs Björgunarskóla SL síðan 2009 og virkur leiðbeinandi í snjóflóðum og fjallabjörgun um árabil.
Anton er varðstjóri og bráðatæknir hjá Slökkviliði Akureyrar þar sem hann hefur starfað síðan 2007. Þá starfar Anton einnig hjá Veðurstofu Íslands við ofanflóðaeftirlit.
Anton er virkur þátttakandi í MS.i við gerð og þróun og vinnuferla við björgun úr snjóflóðum. Einnig hefur Anton tekið þátt í gerð viðbragðsáætlana vegna snjóflóða og slysa í fjalllendi.
Í mars 2023 gekk ákaft hríðarveður yfir austfirði sem orsakaði víðfema snjóflóðahrinu sem ógnaði byggð og samgöngumannvirkjum á svæðinu. Almannavarnarástandi var lýst yfir meðan snjóflóðahætta var til staðar og fjöldi viðbragðsaðila var við störf á svæðinu.Í fyrsta skipti í aðgerðum af slíkri stærðargráðu voru aðgerðir viðbragðsaðila metnar sértaklega í aðgerðarstjórn m.t.t. snjóflóðahættu.
Í erindinu verður farið yfir hvernig áhættumat var unnið í samvinnu öryggisfulltrúa í AST, VST og viðbragðsaðila á skaðasvæði, hvaða ferlum var unnið eftir og hvernig hægt er að nýta þá reynslu sem varð til í aðgerðinni fyrir viðlíka aðgerðir í framtíðinni.