Spora-/leitarhundar: Vænleiki nýtingar


Spora-/leitarhundar: Vænleiki nýtingar

Um fyrirlestur
13/10/2024 11:30 - 12:15
Silfurberg A

Í þessum fyrirlestri mun Jeff ræða kosti og galla þess að nota spora-/leitarhunda við leitar- og björgunarstörf og við almenna leit að týndum einstaklingum. Það eru margir þættir sem þarf að íhuga þegar hugað er að því hvort nota eigi spora-/leitarhunda eða ekki; lykilþátturinn er hversu gömul slóð týnda einstaklingsins er.  Sérfræðingar sem halda því fram að hundarnir þeirra séu færir um að greina lykt einstaklings mörgum mánuðum eða ári síðar eru notaðir í raunverulegum mannhvarfs- og sakamálum. Jeff hefur unnið, þjálfað og prófað spora-/leitarhunda í 30 ár og er talinn sérfræðingur í Bandaríkjunum og Argentínu þegar kemur að því að nota spora-/leitarhunda í sakamálum. Hann bjó til fyrsta tvíblinda prófið fyrir spora-/leitarhunda og hingað til hafa yfir 2.000 hundateymi verið metin samkvæmt prófinu. Fyrirlestur Jeffs mun gera skipuleggjendum leitaraðgerða kleift að vega og meta nauðsynlega þætti áður en ákvörðun er tekin um að nota spora-/leitarhunda um leið og hann hrekur umdeildar hugmyndir um starfið.