Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Jeff Schettler er fyrrverandi starfsmaður hundadeildar lögreglunnar, starfaði fyrir borgaryfirvöld í Alameda og Amador-sýslu í Kaliforníu og starfaði í tengslum við hundadeild gíslabjörgunarsveitar alríkislögreglunnar í tvö ár. Deildin var stofnuð með það að markmiði að hafa uppi á og taka hættulega einstaklinga á flótta fasta. Hann útskrifaðist sem herþjálfi frá hinni virtu leiðtogaakademíu Bandaríkjahers (US Army's Leadership Academy) sem einnig er þekkt sem „Drill Sergeant School“. Jeff hefur lagt sitt af mörkum til hundraða leitaraðgerða í Bandaríkjunum og er sérfræðingur á sviði skipulagðrar sporaleitar. Hann er einnig talinn sérfræðivitni í málum sem tengjast sporaleit. Hann starfar sem alþjóðlegur hundaþjálfari og eyðir 12 vikum á ári í þjálfun víðsvegar um Evrópu, Suður-Ameríku og Asíu. Ýmsar alþjóðlegar lögreglustofnanir sem og herdeildir NATO nýta þekkingu hans. Fyrirtæki Jeffs, GAK9.com, var stofnað árið 2005. Starf Jeffs hefur verið tekið fyrir á CNN, ABC, CBS, HLN, í Unsolved Mysteries og Mythbusters. Í gegnum árin hefur hann gefið út eftirfarandi bækur um sporaleit hunda:
Red Dog Rising- A K9 Tracking Autobiography
K9 Trailing; The Straightest Path- A primer on starting a K9 team on human scent discrimination and trailing work.
Tactical Tracker Teams- A practical guide to surviving high-risk fugitive manhunts.
Tao of Trailing - Tao of Trailing er fjórða og síðasta bókin mín um sporaleit eða að þefa uppi manneskjur á vettvangi lögreglu, björgunarsveita eða hundadeilda hjá hernum.
Two Weeks to Operational Tracking - A Training manual designed to take exceptional dogs from rural tracking to urban within two weeks.
Í þessum fyrirlestri mun Jeff ræða kosti og galla þess að nota spora-/leitarhunda við leitar- og björgunarstörf og við almenna leit að týndum einstaklingum. Það eru margir þættir sem þarf að íhuga þegar hugað er að því hvort nota eigi spora-/leitarhunda eða ekki; lykilþátturinn er hversu gömul slóð týnda einstaklingsins er. Sérfræðingar sem halda því fram að hundarnir þeirra séu færir um að greina lykt einstaklings mörgum mánuðum eða ári síðar eru notaðir í raunverulegum mannhvarfs- og sakamálum. Jeff hefur unnið, þjálfað og prófað spora-/leitarhunda í 30 ár og er talinn sérfræðingur í Bandaríkjunum og Argentínu þegar kemur að því að nota spora-/leitarhunda í sakamálum. Hann bjó til fyrsta tvíblinda prófið fyrir spora-/leitarhunda og hingað til hafa yfir 2.000 hundateymi verið metin samkvæmt prófinu. Fyrirlestur Jeffs mun gera skipuleggjendum leitaraðgerða kleift að vega og meta nauðsynlega þætti áður en ákvörðun er tekin um að nota spora-/leitarhunda um leið og hann hrekur umdeildar hugmyndir um starfið.