Hátt og þurrt: Undirstaða flóðabjörgunar í Asíu- og Kyrrahafslöndum


Hátt og þurrt: Undirstaða flóðabjörgunar í Asíu- og Kyrrahafslöndum

Um fyrirlestur
12/10/2024 15:00 - 15:45
Norðurljós

Árið 2022 urðu einhver verstu flóð sögunnar í Ástralíu og neyðarþjónusta New South Wales (NSW SES) sinnti þúsundum flóðabjörgunartilvika. Frá flóðinu hefur NSW SES lagt áherslu á þverfaglega nálgun á þá undirstöðufærni sem þarf svo að hægt sé að sinna flóðabjörgun, með nýjum ökutækjum, skipum, kerfum, samræmingaraðferðum og þjálfuðum starfskröftum. Eftir því sem loftslagsbreytingar verða áþreifanlegri og íbúafjöldi vex verður hærra hlutfall samfélagsins berskjaldað fyrir hættu á flóðum og um leið eykst viðbúnaður NSW.

Í þessum fyrirlestri munum við deila reynslu okkar af ferlinu sem felst í því að koma sér upp nauðsynlegri undirstöðu til að geta sinnt flóðabjörgun, þeim gerðum flóða sem orðið hafa í Ástralíu, lærdómi sem fengist hefur af viðbragðsaðgerðum og hvernig má þjálfa og viðhalda góðum hópi sjálfboðaliða.