Andrew McCullough


Andrew McCullough

Andrew McCullough hefur brennandi áhuga á hamfarastjórnun og að virkja meðlimi samfélagsins sem fyrstu viðbragðsaðila. Hann hóf störf hjá NSW SES árið 2010 sem sjálfboðaliði í hamförum og aðstoðaði samfélög víðs vegar um fylkið sem höfðu lent í flóðum, stormum og gróðureldum. Árið 2014 tók Andrew að sér launað starf sem fól í sér innleiðingu nýs líkans fyrir sveigjanlegt sjálfboðastarf en það leiddi til þess að sjálfboðaliðum í NSW SES fjölgaði um 30%. Andrew hefur síðan gegnt bæði stjórnanda- og rekstrarhlutverkum innan NSW SES, almannavarnarstofnunarinnar (National Emergency Management Agency) og nú síðast var hann fremstur í flokki við gerð skýrslu um sjálfboðaliðastarf í neyðarþjónustu sem forsætisráðuneyti NSW (NSW Premier's Department) stóð fyrir árið 2023. Hann hefur haft umsjón með fólki sem tekur fyrirvaralaust að sér hlutverk sjálfboðaliða í kjölfar mikilla hörmunga. Andrew útskrifaðist með Bachelor-gráðu í byggingarverkfræði með láði, Bachelor-gráðu í viðskiptafræði, meistaragráðu í hamfaraviðbúnaði og enduruppbyggingu og er með vottorð fyrir nám í hvernig má draga úr hættu á hamförum. Andrew er nú yfirmaður hjá flóðabjörgunarsveit NSW SES og leiðir starf við að auka getu stofnunarinnar til að bregðast við umfangsmiklum flóðum. Andrew gerðist Churchill-félagi árið 2024 og ferðast nú um heiminn til að öðlast dýpri skilning á óundirbúnum sjálfboðaliðum í hörmungum. Andrew er meðstjórnandi stærsta hamfarahlaðvarps Ástralíu: Me, Myself & Disaster.

12 október 2024 15:00 - 15:45
Norðurljós

Árið 2022 urðu einhver verstu flóð sögunnar í Ástralíu og neyðarþjónusta New South Wales (NSW SES) sinnti þúsundum flóðabjörgunartilvika. Frá flóðinu hefur NSW SES lagt áherslu á þverfaglega nálgun á þá undirstöðufærni sem þarf svo að hægt sé að sinna flóðabjörgun, með nýjum ökutækjum, skipum, kerfum, samræmingaraðferðum og þjálfuðum starfskröftum. Eftir því sem loftslagsbreytingar verða áþreifanlegri og íbúafjöldi vex verður hærra hlutfall samfélagsins berskjaldað fyrir hættu á flóðum og um leið eykst viðbúnaður NSW.

Í þessum fyrirlestri munum við deila reynslu okkar af ferlinu sem felst í því að koma sér upp nauðsynlegri undirstöðu til að geta sinnt flóðabjörgun, þeim gerðum flóða sem orðið hafa í Ástralíu, lærdómi sem fengist hefur af viðbragðsaðgerðum og hvernig má þjálfa og viðhalda góðum hópi sjálfboðaliða.