Handan hlöðunnar: Björgun stórra dýra í Ástralíu


Handan hlöðunnar: Björgun stórra dýra í Ástralíu

Um fyrirlestur
11/10/2024 16:00 - 16:45
Silfurberg A

Það eru ekki bara manneskjur sem þurfa á björgun að halda í flóðum. Undanfarin ár hefur metfjöldi flóða orðið í Ástralíu og neyðarþjónusta New South Wales hefur þurft að gera ráðstafanir til að bjarga stórum dýrum sem sitja föst eftir í flóðvatni. Hestar fastir í niðurföllum, kýr fastar í leðju og kindur króaðar af innan hækkandi flóðvatns eru dæmi um dýr sem hafa þurft á aðstoð að halda. Í þessum fyrirlestri útskyri ég þá tæknilegu þætti sem felast í björgun stórra dýra og hvernig neyðarþjónusta New South Wales hefur þróað færni, í nánu samstarfi við dýralækna, til að bjarga stórum dýrum um leið og öryggis björgunaraðila er gætt.