Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Það eru ekki bara manneskjur sem þurfa á björgun að halda í flóðum. Undanfarin ár hefur metfjöldi flóða orðið í Ástralíu og neyðarþjónusta New South Wales hefur þurft að gera ráðstafanir til að bjarga stórum dýrum sem sitja föst eftir í flóðvatni. Hestar fastir í niðurföllum, kýr fastar í leðju og kindur króaðar af innan hækkandi flóðvatns eru dæmi um dýr sem hafa þurft á aðstoð að halda. Í þessum fyrirlestri útskyri ég þá tæknilegu þætti sem felast í björgun stórra dýra og hvernig neyðarþjónusta New South Wales hefur þróað færni, í nánu samstarfi við dýralækna, til að bjarga stórum dýrum um leið og öryggis björgunaraðila er gætt.
Jake er ötull leitar- og björgunarmaður í fullu starfi hjá þyrlubjörgunarsveitinni í Sydney (Westpac Life Saver Rescue Helicopter) ásamt því að vera sjálfboðaliði hjá neyðarþjónustu New South Wales (NSW State Emergency Service).