Jake Cleal-Cook


Jake Cleal-Cook

Jake er ötull leitar- og björgunarmaður í fullu starfi hjá þyrlubjörgunarsveitinni í Sydney (Westpac Life Saver Rescue Helicopter) ásamt því að vera sjálfboðaliði hjá neyðarþjónustu New South Wales (NSW State Emergency Service).
Jake hefur haft áhuga á að hjálpa öðrum frá ungaaldri og hóf sjálfboðaliðaferil sinn hjá brimbrettabjörgunarfélagi New South Wales (NSW Surf Lifesaving Association) þar sem hann gætti öryggis sundmanna við strendur á staðnum.
Árið 2016 gerðist hann sjálfboðaliði hjá neyðarþjónustu New South Wales (NSW SES) og kleif metorðastigann hratt. Nú er hann formaður starfshóps innan NWS SES sem vinnur að þróun björgunaraðgerða í kjölfar flóða (Flood Rescue Capability Development Group) og ber ábyrgð á að stuðla að getu til að veita aðstoð hvar sem er innan fylkisins.
Jake er lærður arboristi og er með fjölda réttinda í björgun. Hann hefur tekið þátt í hundruðum björgunaraðgerða bæði í launuðu starfi og sem sjálfboðaliði og hlaut hin virtu Unit Citation-verðlaun fyrir störf sín.
Jake flytur erindi á væntanlegri ráðstefnu í New York 2024 þar sem hann mun fjalla um þau viðfangsefni sem fylgja björgun stórra dýra og björgun dýra úr flóðvatni.

11 október 2024 16:00 - 16:45
Silfurberg A

Það eru ekki bara manneskjur sem þurfa á björgun að halda í flóðum. Undanfarin ár hefur metfjöldi flóða orðið í Ástralíu og neyðarþjónusta New South Wales hefur þurft að gera ráðstafanir til að bjarga stórum dýrum sem sitja föst eftir í flóðvatni. Hestar fastir í niðurföllum, kýr fastar í leðju og kindur króaðar af innan hækkandi flóðvatns eru dæmi um dýr sem hafa þurft á aðstoð að halda. Í þessum fyrirlestri útskyri ég þá tæknilegu þætti sem felast í björgun stórra dýra og hvernig neyðarþjónusta New South Wales hefur þróað færni, í nánu samstarfi við dýralækna, til að bjarga stórum dýrum um leið og öryggis björgunaraðila er gætt.