Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Umbrotin á Reykjanesi hafa kallað á samstarf fjölmargra aðili og flóknar ákvarðanir á öllum stjórnstigum. Í erindinu verður fjallað um hvernig sviðsábyrgð bæði opinberra og einkaaðila skarast og kallaði á nýja nálgun í krísustjórnun. Horft er til reynslu síðustu mánaða og reynt að draga fram þann lærdóm sem fengist hefur við þetta verkefni og hvernig slíkt getur endurspeglast í skipulagi Almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson er sviðsstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Bakgrunnur Víðis er í störfum fyrir björgunarsveitir og lögreglu allt frá þátttöku í víðavangsleit eftir týndu fólki að stjórnun björgunaraðgerða.