Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Víðir Reynisson er sviðsstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Bakgrunnur Víðis er í störfum fyrir björgunarsveitir og lögreglu allt frá þátttöku í víðavangsleit eftir týndu fólki að stjórnun björgunaraðgerða. Hann hefur komið að stjórnun viðamikilla aðgerða svo sem vegna snjóflóða á Vestfjörðum 1995 þar sem 40 fórust í tveimur flóðum, aðgerðum í kjölfar stórra jarðskjálfta árið 2000 og 2008 þar sem fjöldi fólks slasaðist, fjöldi heimila skemmdust eða eyðilögðust og almennur ótti varð í samfélaginu.
Eldgos í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum 2011, Bárðarbungu 2014 og á Reykjanesi undanfarin ár. Víðir hefur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu samfélaga eftir hamfarir. Hann hefur verið virkur í samstarfi Evrópusambandsins, Nato, Efta og Sameinuðu þjóðanna á sínu sérsviði.
Umbrotin á Reykjanesi hafa kallað á samstarf fjölmargra aðili og flóknar ákvarðanir á öllum stjórnstigum. Í erindinu verður fjallað um hvernig sviðsábyrgð bæði opinberra og einkaaðila skarast og kallaði á nýja nálgun í krísustjórnun. Horft er til reynslu síðustu mánaða og reynt að draga fram þann lærdóm sem fengist hefur við þetta verkefni og hvernig slíkt getur endurspeglast í skipulagi Almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.
Í kjölfar fyrirlesturs Kevins Wickersham munu auk Kevins taka þátt í pallborðsumræðum Víðir Reynisson (yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar), Friðfinnur Freyr Guðmundsson (formaður Landsstjórnar björgunarsveita) og Zuzana Stanton-Geddes (Fulltrúi Alþjóðabankans í stuðningi við Grindavík). Pallborðsumræðunum stýrir Guðbrandur Örn Arnarson (Verkefnastjóri aðgerðamála hjá SL).