Alma D. Möller


Alma D. Möller

Frá árinu 2014-2018 var hún framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala. Árið 2018 tók Alma við embætti landlæknis og er fyrsta konan sem gegnir embættinu í 258 ára sögu þess.  Alma var einnig fyrsta konan sem starfaði sem þyrlulæknir Landhelgisgæslunnar en hún var þyrlulæknir frá 1990-1992.  Alma var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu heilbrigðismála árið 2020.

11 október 2024 13:00 - 13:45
Kaldalón

Í fyrirlestrinum fer landlæknir yfir starfsemi embættisins á sviði slysavarna sem snýr að upplýsingaöflun, faglegri ráðgjöf til stjórnvalda og forvarnarvinnu í gegnum nálganir landsdekkandi verkefnis um Heilsueflandi samfélag.  Einnig er rætt um mikilvægi tölfræði og rannsókna ásamt því að skoða stöðu og tölfræði frá Evrópu og WHO.