Kevin Wickersham


Kevin Wickersham

Kevin Wickersham, MS, CEM, starfar sem viðbragðsstjóri almannavarnastofnunar Washington-ríkis í Bandaríkjunum. Undanfarin 15 ár hefur hann starfað við sérstakar aðgerðir á sviði neyðarþjónustu og sem hamfarastjórnandi á sviði heilbrigðisþjónustu, æðri menntunar, lýðheilsu og stjórnsýslu ríkisins. Kevin er með réttindi sem stjórnandi í margþættu hættuástandi á 3. stigi (e. Type 3 All-Hazards Incident) og starfar sem yfirmaður skipulagssviðs fyrir viðbragðsteymi bandaríska heilbrigðisráðuneytisins (e. US Department of Health and Human Services National Disaster Medical System). Hann útskrifaðist frá FEMA úr framhaldsnámi í almannavörnum og framkvæmdastjórn (National Emergency Management Advanced and Executive Academies), er með Bachelor-gráðu í sálfræði og félagsfræði frá Boston College og meistaragráðu í almannavörnum innan heilbrigðiskerfisins frá Boston University School of Medicine. 

11 október 2024 16:00 - 17:45
Norðurljós

ICS-kerfið (Incident Command System) er almennt talið skilvirkt fyrirkomulag til að tryggja skjót viðbrögð og skapa stöðugleika í neyðarástandi og hamförum af hvaða gerð og umfangi sem er. Hins vegar hefur ICS-kerfið alvarlegar takmarkanir þegar það er notað fyrir langvarandi viðbragðsaðgerðir í kjölfar flókinna neyðartilvika og takmarkaðar upplýsingar eru til staðar um bestu starfsvenjur við notkun kerfisins þegar skipt er úr viðbragðsáætlun yfir í áætlun um langtímaendurheimt/-uppbyggingu eftir að stöðugleikamarkmiðum er náð. Þessi fyrirlestur mun fjalla um lærdóm Washington-ríkis af takmörkunum ICS-kerfisins og um reynslu okkar af því að beita fyrirkomulagi og meginreglum kerfisins við skipti úr viðbragðsáætlun yfir í langtímaáætlun þegar um er að ræða flókið neyðarástand, til að mynda í COVID-19 heimsfaraldrinum, skógareldum og öðru margþættu hættuástandi.
Í lok fyrirlestursins verða haldnar pallborðsumræður þar sem farið verður yfir notkun íslenska SÁBF-kerfisins í nýlegum stærri/lengri verkefnum. SÁBF-kerfið byggist á ICS-kerfinu.




11 október 2024 17:00 - 17:45
Norðurljós

Í kjölfar fyrirlesturs Kevins Wickersham munu auk Kevins taka þátt í pallborðsumræðum Víðir Reynisson (yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar), Friðfinnur Freyr Guðmundsson (formaður Landsstjórnar björgunarsveita) og Zuzana Stanton-Geddes (Fulltrúi Alþjóðabankans í stuðningi við Grindavík). Pallborðsumræðunum stýrir Guðbrandur Örn Arnarson (Verkefnastjóri aðgerðamála hjá SL).