Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Í kjölfar fyrirlesturs Kevins Wickersham munu auk Kevins taka þátt í pallborðsumræðum Víðir Reynisson (yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar), Friðfinnur Freyr Guðmundsson (formaður Landsstjórnar björgunarsveita) og Zuzana Stanton-Geddes (Fulltrúi Alþjóðabankans í stuðningi við Grindavík). Pallborðsumræðunum stýrir Guðbrandur Örn Arnarson (Verkefnastjóri aðgerðamála hjá SL).
Zuzana Stanton-Geddes er sérfræðingur í áhættustýringu hjá Alþjóðabankanum, þar sem hún hefur síðan 2010 unnið að verkefnum og greiningu sem tengist áhættustýringu í þéttbýli, áhættustýringu flóða, endurreisn eftir hamfarir og áhættufjármögnun.
Friðfinnur Freyr Guðmundsson verkefnastjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia, formaður landsstjórnar björgunarsveita og einn af stjórnendum Íslensku alþjóða björgunarsveitarinnar. Björgunarsveitarmaður í rúm 30 ár.
Víðir Reynisson er sviðsstjóri Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Bakgrunnur Víðis er í störfum fyrir björgunarsveitir og lögreglu allt frá þátttöku í víðavangsleit eftir týndu fólki að stjórnun björgunaraðgerða.
Kevin Wickersham, MS, CEM, starfar sem viðbragðsstjóri almannavarnastofnunar Washington-ríkis í Bandaríkjunum. Undanfarin 15 ár hefur hann starfað við sérstakar aðgerðir á sviði neyðarþjónustu og sem hamfarastjórnandi á sviði heilbrigðisþjónustu, æðri menntunar, lýðheilsu og stjórnsýslu ríkisins.