Peter Hwan Lajgaard


Peter Hwan Lajgaard

53 ára gamall skipstjóri hjá almannavarnarstofnun Danmerkur (Danish Emergency Management Agency, DEMA) og hef starfað með slökkviliðinu og björgunarsveitum í yfir 30 ár, innanlands sem og á alþjóðavettvangi. Sérfræðingur í köfun í þágu almannaöryggis, leiðbeinandi í björgunarköfun og skipaður prófdómari fyrir dönsku kafaraprófin (Danish Commercial SCUBA Diver Exams). Sérsvið mitt er leitar- og björgunarstarf í Norður-Atlantshafi, á Grænlandi og í Færeyjum, og leitar- og björgunarstarf í vatni innan borga (WET USAR). Varaformaður sjálfboðaliðasamtakanna REDNINGSDYKKER.dk sem eru innlend talsmannasamtök fyrir köfun í þágu almannaöryggis í Danmörku. Er með reynslu af þátttöku í nokkrum leitar- og björgunaraðgerðum á og í vatni þar sem notast var við sónartækni og kafara. Leiddi teymi í hreinsun og umhverfisaðgerðum í kjölfar flóðbylgju á norðvesturhluta Grænlands árið 2017.

13 október 2024 10:30 - 11:15
Silfurberg A

Sumarið 2017 skall flóðbylgja af völdum aurskriðu á tvö lítil þorp á Norðvestur-Grænlandi og neyddi yfir 200 manns til að flýja heimili sín. Yfirvöld á Grænlandi óskuðu eftir aðstoð almannavarnarstofnunar Danmerkur við umhverfisaðgerðir og leit í vatni að fjórum einstaklingum sem saknað var eftir flóðbylgjuna. Verkefnið var unnið að beiðni herdeildar danska hersins á norðurslóðum (Danish Defence's Joint Arctic Command) og viðbragðsteymis á Grænlandi (Arctic Respond). Almannavarnarfulltrúinn Peter Hwan Lajgaard var sendur snemma á staðinn til að taka stöðuna og fara fyrir hópi björgunarkafara og WET USAR-sérfræðings frá Danmörku og Grænlandi. Fyrirlestur með myndum og myndskeiðum af erfiðum sumarmánuðum og teymisvinnu á Norðvestur-Grænlandi.