Matthew Schanck


Matthew Schanck

Matthew er lærður og reyndur skipstjóri á sviði leitar og björgunar á sjó. Hann hefur starfað á því sviði í yfir 14 ár og einnig sem stjórnandi og leiðbeinandi við notkun svifnökkva, grunnsævis- og úthafsskipa í ýmsum verkefnum tengdum leit og björgun á sjó í Bretlandi og víðsvegar um Evrópu. Síðustu sex ár hefur hann unnið sem ráðgjafi fyrir leit og björgun á sjó, bæði með stjórnvöldum og frjálsum félagasamtökum um allan heim, til að auka og efla getu hvað varðar þætti á borð við hæfni áhafnar og skipstjóra, stjórnun við leit og björgun, skipulag og innleiðingu leitar- og björgunaraðgerða, áhættumat og samræmi við lög. Hann er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í viðfangsefnum leitar og björgunar á sjó og hefur verið beðinn um að veita sérfræðilegan vitnisburð og greiningu í nokkrum þekktum, alþjóðlegum réttarmálum á sviði leitar og björgunar á sjó sem tengjast miklu mannfalli, fjöldabjörgun, innleiðingu leitar- og björgunaraðgerða á sjó á skipulags- og framkvæmdarstigi, samvirkni í leitar- og björgunarstarfi á sjó og túlkun laga og reglugerða um leit og björgun á sjó. Hann kemur reglulega fram í alþjóðlegum miðlum þar sem hann veitir sérfræðiálit og greiningu á eftirtektarverðum leitar- og björgunaraðgerðum á sjó, þar á meðal í tengslum við flóttamannavandann í Evrópu og þegar kafbáturinn Titan glataðist í Norður-Atlantshafi. Hann hefur hlotið styrki frá bæði stofnun leitar og tæknilegrar björgunar (Institute of Search and Technical Rescue) og sjóbjörgunarráði (Maritime Search and Rescue Council) fyrir störf sín við leit og björgun á sjó og starfar nú sem formaður sjóbjörgunarráðs við stefnumótun og umsjón fjölda verkefna á sviði leitar og björgunar á sjó um allan heim. Hann er meðstofnandi sjóbjörgunar- og landhelgisgæslustofnunarinnar (Maritime Emergency and Coastguard Policy Institute), þar sem hann starfar við að veita stjórnvöldum og alþjóðlegum stofnunum um allan heim gagnreyndar rannsóknarniðurstöður og tilmæli um stefnur varðandi neyðarviðbrögð og leitar- og björgunaraðgerðir á sjó. Frekari upplýsingar um bakgrunn hans og verkefni er að finna á www.mschanck.co.uk

12 október 2024 10:00 - 10:45
Norðurljós

Í fyrirlestrinum er á gagnrýninn hátt skoðað hvort sjálfboðaliða samtök eða björgunarfólk á vegum hins opinbera ættu að taka að sér verðmætabjörgun eins og að draga báta og skip til hafnar, til viðbótar við megin markmiðið, að bjarga lífi.

Farið verður yfir  lagaleg og siðfræðileg álitaefni við það að útvíkka aðgerðir yfir í verðmætabjörgun, alþjóðlegir samningar og innlendar reglur skoðaðar með það að leiðarljósi hvort augljós eða afleidd nauðsyn slíkra aðgerða sé fyrir hendi. Samanburður við aðra viðbragðsaðla og í fyrirlestrinum verður farið yfir nauðsynlegt verklag og áhættumat slíkra aðgerða. Þar að auki verður farið yfir hagsmuna árekstra milli björgunarsveita og björgunar fyrirtækja, efnahagslegar afleiðingar, ábyrgðir og sjónarmið hagsmuna aðila, svo áheyrendur fái skilmerkilega yfirsýn yfir álitaefni og æskileika slíkra inngripa.