Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Go to navigation .
Zuzana Stanton-Geddes er sérfræðingur í áhættustýringu hjá Alþjóðabankanum, þar sem hún hefur síðan 2010 unnið að verkefnum og greiningu sem tengist áhættustýringu í þéttbýli, áhættustýringu flóða, endurreisn eftir hamfarir og áhættufjármögnun. Hún hefur yfirgirpsmikla reynslu af verkefnum frá Kambódíu, Laos, Myanmar, Indónesíu og Kína. Nú síðast hefur hún unnið að hamfaraáhættustjórnunaráætlun í Rúmeníu sem og öðrum Evrópulöndum, auk greiningar sem tengjast áhrifum loftslagsbreytinga í evrópskum borgum. Zuzana hefur leitt og stuðlað að nokkrum flaggskipsskýrslum Alþjóðabankans, þar á meðal Strong, Safe, and Resilient: A Strategic Policy Guide for Disaster Risk Management in East Asia and the Pacific (2013); Building Urban Resilience: Principles, Tools and Practice (2013). Hún er fædd í Slóvakíu og er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Johns Hopkins School of Advanced International Studies (SAIS), meistaragráðu í Evrópufræðum frá Humboldt háskólanum í Berlín og BA gráðu frá háskólanum í Cambridge.
Í kjölfar fyrirlesturs Kevins Wickersham munu auk Kevins taka þátt í pallborðsumræðum Víðir Reynisson (yfirlögregluþjónn Almannavarnadeildar), Friðfinnur Freyr Guðmundsson (formaður Landsstjórnar björgunarsveita) og Zuzana Stanton-Geddes (Fulltrúi Alþjóðabankans í stuðningi við Grindavík). Pallborðsumræðunum stýrir Guðbrandur Örn Arnarson (Verkefnastjóri aðgerðamála hjá SL).